fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Rúrik og Kári fóru yfir tapið grátlega í kvöld: ,,Kári það er regla númer eitt“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði á grátlegan hátt gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM.

Leikið var á Laugardalsvelli en Ísland var að tapa sínum öðrum leik á stuttum tíma eftir tap gegn Slóvakíu um helgina.

Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði enginn annar en Cristiano Ronaldo fyrir Portúgal.

Markið var ansi umdeilt en það var skoðað í VAR í dágóðan tíma en grunur var um rangstöðu sem var að lokum aldrei dæmt.

Hörður Björgvin Magnússon virðist hafa spilað leikmenn Portúgals réttstæða sem varð til þess að sigurmarkið var dæmt.

Kári Árnason og Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmenn, ræddu við ViaPlay eftir leikinn.

,,Fyrirliðinn kom inná þetta, fyrir þá sem ekki þekkja þetta þá er þetta fókus í 90 mínútur við megum ekki slökkva á okkur. Ef aftasti maður ætlar að skilja menn eftir réttstæða verður hann að sjá til þess að hann vinni það einvígi. Hvort hann sé rangstæður eða ekki skiptir í raun engu máli því það var ekki kallað. Við getum kallað yfir okkur óréttlæti en við erum ekki með annan vinkil á þessu. Það er ómögulegt að sjá hvort hann sé réttur eða rangur,“ sagði Kári um markið.

,,Við vorum aldrei að búast við einhverjum úrslitum en frammistaðan er eitthvað sem við getum byggt á og við erum komnir nær okkar besta liði. Er þetta besta uppstillingin? Við tölum um létta miðju og Jói og Arnór voru frábærir í dag og Gulli og Sverrir hefðu ekki verið eins góðir og raun bar vitni hefðu þeir ekki lagt grunninn að því að djöflast.“

Rúrik bætir við:

,,Sko þegar andstæðingurinn sendir til baka verður vörnin að stíga upp. Kári það er regla númer eitt. Við sitjum aðeins eftir og það er erfitt að neita þessu. Tekningin virðist sýna það að Höddi spilar þá réttstæða.“

Kári nefnir svo að þróun liðsins sé nú á leið í rétta átt eftir öðruvísi stefnu undir Arnars Þórs Viðarssonar.

,,Höfum það alveg á hreinu að þróunin er í sömu átt og liðið var alltaf að fara í. Við tókum nokkur ár í að stöðva þá þróun og fórum í eitthvað sem hentar kannski ekki Íslandi. Þetta er orðið lið og maður er miklu meira tilbúinn að styðja við bakið á þeim og maður sér það á stúkunni, maður vill sjá liðsheild.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Salah hetja Egyptalands

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi
433Sport
Í gær

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir

Forsetinn sannfærður um að Neymar skrifi undir