fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Sjáðu myndina sem gæti sannað að mark Ronaldo var ólöglegt

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. júní 2023 21:03

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði á grátlegan hátt gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM.

Leikið var á Laugardalsvelli en Ísland var að tapa sínum öðrum leik á stuttum tíma eftir tap gegn Slóvakíu um helgina.

Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði enginn annar en Cristiano Ronaldo fyrir Portúgal.

Markið var skorað í uppbótartíma og var lengi skoðað í VAR vegna mögulegrar rangstöðu en ekkert að lokum dæmt.

Margir eru á því að um rangstæðu hafi verið að ræða en VAR er ekki á því, á mynd af atvikinu sést að það stendur afar tæpt.

Hörður Björgvin Magnússon sat eftir í varnarlínu Íslands og gerði Portúgalana mögulega réttstæða.

Ísland kláraði leikinn manni færri en Willum Þór Willumsson fékk að líta sitt annað gula spjald er níu mínútur voru eftir.

Þriðja tap Íslands í riðlakeppninni raunin og er útlitið afskaplega svart fyrir framhaldið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði