Jón Gnarr birti athyglisverða færslu um nöfn íslensks knattspyrnufólks á dögunum. Hann er ekki hrifinn af því að fótboltamenn- og konur hér á landi séu kennd við föður sinn í knattspyrnutengdri umræðu.
„Að kenna íslenskt fótboltafólk við pabba sinn er bara bull. Pele var gælunafn. Ekki þurfti hann að vera merktur Nascimento enda engin sem vissi hver það var frekar en Sigurðsson og Guðmundsdóttir,“ skrifaði Jón á Twitter-aðgang sinn á dögunum.
„Hætta þessum kjánaskap strax,“ bætti hann við.
Mikil umræða skapaðist eftir færslu Jóns og tóku margir undir.
Var honum þá bent á að landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson væri greinilega á sama máli, því hann er einfaldlega með „Albert“ aftan á treyju sinni hjá ítalska liðinu Genoa.
Flestir íslenskir leikmenn notast hins vegar við föðurnafn. Erlendis er algengt að menn notist við ættarnafn aftan á treyjum sínum en þó er þar allur gangur á.
Leikmönnum er frjálst velja hvað stendur aftan á treyjum þeirra – innan skynsamlegra marka.
Albert styður þig pic.twitter.com/aMLDiLUshG
— Björgvin Ingi (@bjorgviningi) June 17, 2023