fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Aron ætlar ekki að endurtaka leikinn og varpa sömu spurningunni á Ronaldo – „Á þeim tíma var maður sjokkeraður“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 19. júní 2023 15:47

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson var léttur á blaðamannafundi íslenska karlalandsliðsins fyrir leikinn gegn Portúgal í undankeppi EM 2024 á morgun.

Ísland mætir Portúgal í fjórða leik sínum í undankeppninni en Strákarnir okkar töpuðu gegn Slóvakíu á laugardag. Staðan í riðlinum er nokkuð þung.

Það muna margir eftir því þegar Cristiano Ronaldo, stjarna Portúgal, vildi ekki skipta um treyju við Aron eftir leik þjóðanna á EM 2016. Aron mun ekki spyrja um treyju Ronaldo á morgun.

„Nei, ég held ég sleppi því. Ég held að hann vilji líka eiga þessa treyju því þetta er 200. leikurinn hans,“ sagði Aron léttur í dag.

Ronaldo var í brennidepli eftir leikinn gegn Íslandi 2016, sem lauk með jafntefli. Hann gagnrýndi íslenska liðið fyrir að fagna ákaft.

„Á þeim tíma var maður smá sjokkeraður yfir þessu því það var svo stórt að ná jafntefli gegn svona sterku liði,“ sagði Aron á blaðamannafundinum um þau ummæli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi