fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Trent opnar dyrnar fyrir nýju hlutverki – Fær hann tækifæri undir Klopp?

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. júní 2023 21:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool, fékk að spila á miðjunni á föstudag er enska landsliðið spilaði við Möltu.

Trent átti góðan leik í 4-0 sigri Englands og skoraði til að mynda frábært mark með skoti fyrir utan teig.

Hann hefur undanfarin ár leyst stöðu í bakverðinum en margir vilja meina að hann væri best geymdur á miðjunni.

Trent býr yfir góðri tækni og góðri sendingargetu en varnarvinna hans hefur oft verið gagnrýnd.

Hann segist sjálfur vera hrifinn af því að spila á miðju vallarins og hver veit nema hann geri það hjá Liverpool næsta vetur.

,,Ég hef ekki spilað þessa stöðu of mikið en mér líður vel í henni og ég nýt mín á miðjunni,“ sagði Trent.

,,Ég get séð sjálfan mig spila á miðjunni. Þetta snýst um að komast í liðið og vera reglulegur byrjunarliðsmaður. Þetta var góð byrjun fyrir mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Í gær

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Í gær

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá
433Sport
Í gær

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga