fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Björg varð fyrir hrottalegu einelti í skóla -Var kölluð nöfnum, það var sett út á útlit hennar og hún uppnefnd

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Sunnudaginn 18. júní 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björg Pétursdóttir er 45 ára, einstæð móðir og vinnur sem stuðningsfulltrúi. Hún er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. 

Björg ólst upp á góðu heimili þar sem foreldrar hennar hugsuðu vel um hana og hún hafði allt til alls. Grunnskólaárin voru erfið en Björg var lögð í einelti öll sín grunnskólaár, fyrir utan það síðasta.

Eineltið var þess eðlis að Björg var kölluð nöfnum, sett út á útlit hennar og uppnefnd. Verst þótti henni þó útilokunin, að eiga enga vini, fá ekki boð í afmæli og að aðrir mættu ekki í hennar afmæli. Móðir Bjargar reyndi sitt besta til að fá skólayfirvöld til að stíga inn í eineltið en ekkert gekk.

Það var eitt atvik sem fyllti þó mælinn.

Læst inni í herbergi

„Í 7. bekk var haldið foreldralaust partý sem ég mætti í. Þar var mér ýtt inn í herbergi sem var myrkur og nokkrir strákar inni í, ég vildi ekki fara þar inn en var ýtt ofan á strák sem var í rúmi þar og allt í einu var hann kominn með tunguna upp í mig.“

Þegar Björg fékk kraft til að standa upp áttaði hún sig á að hún var læst inni í herberginu. Þegar hún komst út hljóp hún út og heim á sokkunum. Eftir þetta tóku foreldrar Bjargar hana úr skólanum og fluttu í annað hverfi.

Það má segja að Björg hafi ekki byrjað að lifa lífinu almennilega fyrr en eftir tvítugt en þá fór hún í kór og lét draum sinn rætast um að læra söng. 

Fann sig á endanum

„Þegar ég var orðin þetta gömul eignaðist ég mína bestu vinkonu og sálufélaga.“

Hún hóf sitt félagslíf og fann sig því töluvert seinna en aðrir, ef svo má segja.

Saga Bjargar hefur haft gríðarleg áhrif á hennar líf, hún á erfitt með traust og lýsir í þættinum hvernig áhrif þetta hefur haft á hennar daglega líf, svefn og annað.

Það má hlusta á viðtalið við Björgu í heild sinn á hlaðvarpinu Sterk saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Í gær

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal

Sálfræðingur segir að Harry Bretaprins þurfi hjálp eftir umdeilt viðtal
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni

Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar

Justin Bieber virðist reykja kannabis á Íslandi – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu

Kanye deilir hrollvekjandi færslu um að hann sé „drottnari“ Biöncu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“

Fylgdarkona varar við hættulegu kynlífstrendi meðal para – „Þetta er ógnvekjandi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja

Reglurnar í villtu „lífsstílspartýjunum“ sem allir þurfa að fylgja