fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Sverrir segir úrslitin ekki sanngjörn: ,,Þetta er bara svona á þessu leveli“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið tapaði 2-1 gegn Slóvakíu í kvöld í þriðja leik sínum í riðlakeppni undankeppnis EM.

Tapið var mjög svekkjandi en næsta verkefni verður enn erfiðara gegn engum öðrum en Portúgal.

Ísland er aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki en tapið í kvöld var mjög svekkjandi og mögulega ósanngjarnt.

Sverrir Ingi Ingason, varnarmaður Íslands, ræddi við blaðamenn eftir úrslit kvöldsins.

,,Miðað við effortið sem við settum í leikinn finnst mér úrslitin ekki sanngjörn, sérstaklega hvernig við fáum mörkin á okkur og færin sem við fáum. Þetta er bara svona á þessu leveli, ef við nýtum ekki okkar færi og gefum easy mörk þá er þetta erfitt,“ sagði Sverrir.

,,Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn allt í lagi fyrstu tíu mínúturnar og vorum að vinna boltanum í hápressunni og fínir möguleikar en náðum ekki að koma okkur í einhver færi. Þegar þeir komast yfir fundum við smá kraft aftur en það var ekki nóg. Mjög svekkjandi að hafa tapað þessu.“

,,Við förum að gera skiptingar, nýir menn koma inná og leikurinn riðlast aðeins en strákarnir sem koma inná lögðu allt í þetta. Þó þeir séu með control í 15-20 mínútur eru þeir ekki að skapa neitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu

Svarar fyrir dónaleg skilaboð sem hún á að hafa sent á mann sem er í sambandi með samstarfskonu
433Sport
Í gær

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli

Tuchel útskýrir óvænt val í enska landsliðshópinn – Fékk góð meðmæli
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga

Hætta því að halda mínútu þögn vegna alþjóðlegra hörmunga