fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Jóhann Berg útskýrði atvikið óheppilega – „Erfitt að kyngja því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:58

Jóhann Berg í leiknum í kvöld. DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega sár og svekktur með tap íslenska karlalandsliðsins gegn Slóvakíu í kvöld. Hann segir þó margt jákvætt hægt að taka úr leiknum.

Liðin mættust í undankeppni EM 2024 og vann Slóvakía 1-2.

„Þetta er svekkjandi, sérstaklega í ljósi þess hvernig fyrri hálfleikur spilast. Mér fannst við spila frábærlega í fyrri hálfleik og skapa okkur mikið af stórhættulegum færum.

Það er þessi síðasta sending, síðasta skot sem klikkar hjá okkur í dag og við vitum það að í þessum landsliðsbolta megum við ekki klikka á svona dauðafærum,“ segir Jóhann við 433.is.

Jóhann varð fyrir því óláni að skjóta í leikmann Slóvaka í öðru marki þeirra. Þaðan fór boltinn á ótrúlegan hátt inn.

„Þeir voru ekki að skapa sér mikið en svo kemur þetta ótrúlega mark og það er erfitt að kyngja því. Ég reyni að negla honum hátt og langt í burtu og hann hoppar akkúrat á þeim tímapunkti, snýr bakinu í boltann. Það er ótrúlegt að boltinn hafi farið akkúrat inn í markið,“ segir Jóhann um atvikið.

„Við vitum að við spiluðum góðan leik og það var erfitt að taka ekkert úr honum.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?