fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Rúnar viðurkennir að allir séu svekktir og fúlir: ,,Þetta er enginn heimsendir“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 21:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið er í vondum málum í undankeppni EM eftir leik við Slóvakíu á Laugardalsvelli í kvöld.

Um var að ræða þriðja leik Íslands í riðlakeppninni en áður var leikið við Bosníu og Liechtenstein.

Leikurinn gegn Bosníu tapaðist 3-0 en í kjölfarið unnum við Liechtenstein sannfærandi 7-0 á útivelli.

Leikur kvöldsins tapaðist 2-1 og ræddi Rúnar Alex Rúnarsson, markmaður Íslands, um viðureignina stuttu eftir lokaflautið.

,,Allir voru svekktir og fúlir að hafa ekki unnið þennan leik eða fengið eitthvað út úr þessum leik. Þetta var mikilvægur leikur og það voru allir meðvitaðir um það og allir eru gríðarlega svekktir,“ sagði Rúnar.

,,Við eigum fjögur eða fimm dauðafæri á fyrstu 10 mínútunum og ef við setjum eitt eða tvö mörk þar þá myndast meira pláss fyrir okkur að spila í en í staðinn verður leikmyndin önnur þegar þeir skora og við þurfum að elta. Svona er fótboltinn stundum.“

,,Við vorum með völdin í fyrri hálfleik. Við vorum óhræddir við að keyra á þá og svo í seinni hálfleik dettum við of langt niður og verjumst of langt niðri og þeir spila sig inn í leikinn.“

,,Nú þurfum við að sækja stig gegn Portúgal á þriðjudag sem við vissum fyrir að væri erfitt en það er skylda að fá eitthvað úr þeim leik. Sem betur fer eigum við ennþá fjóra heimaleiki eftir og við eigum eftir að fara út til Lúxemborg. Þetta var fyrsti leikur með nýjum þjálfara og nýjum pælingum þannig þetta er enginn heimsendir en svekkjandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið

Þolinmóðir Íslendingar komust yfir – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Í gær

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá

Furðuleg kenning um andlát fræga fólksins fer á flug á ný eftir að Armani féll frá
433Sport
Í gær

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda

Vill að Neymar erfi 140 milljarða sem hann skilur eftir – Lést á dögunum og málið er á borði yfirvalda
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga