fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Rúrik og Kári mjög sammála eftir leik: Súr og skrítin tilfinning – ,,Við verðum að bíta í það súra“

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. júní 2023 20:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúrik Gíslason og Kári Árnason, sérfræðingar Viaplay, ræddu leik Íslands og Slóvakíu í kvöld eftir lokaflautið.

Um er að ræða tvo fyrrverandi landsliðsmenn en þeir voru staddir á Laugardalsvelli í leiknum í undankeppni EM í kvöld.

Ísland spilaði heilt yfir nokkuð vel en tapaði að lokum 2-1 sem gæti reynst afskaplega dýrt að lokum.

,,Þetta er mjög skrítin tilfinning sem maður er með hérna, þetta var að flestu leiti frábær frammistaða. Þetta var ótrúlega, ótrúlega súrt,“ sagði Rúrik eftir leik.

Kári bætti svo við: ,,Svona leikir, þetta er oft momentum, þú þarft stór moment til að breyta momentinu og þeir voru með allt momentum frá 55. mínútu á meðan við vorum með allt momentum í fyrri hálfleik þó þeir hafi hugsanlega skapað sér einhver færi þá vorum við betri aðilinn.“

Rúrik svarar: ,,Miðað við tempóið og ákveðnina í fyrri hálfleik þá er kannski ekkert óeðlilegt að við föllum aðeins niður og þeir séu meira með boltann í seinni hálfleik.“

Fyrra mark Slóvakíu var svo rætt þar sem Alfons Sampsted gaf innkast beint í lappirnar á leikmanni Slóvakíu og úr varð mark.

,,Þetta er ódýrt. Hann kastar beint í lappirnar á móthetja og ég myndi segja að það sé ástæða fyrir því að við höfum verið að beita þessum löngu innköstum. Við höfum alltaf forðast að taka of miklar áhyggjur.“

,,Ekki gera of mörg mistök, það eru mistök sem kosta okkur þennan leik og við verðum að bíta í það súra,“ bætir Kári svo við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Í gær

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Í gær

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára