fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Einkunnir eftir mikið vonbrigða kvöld í Laugardalnum – Willum Þór besti maður Íslands

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 17. júní 2023 20:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir fína frammistöðu tapaði Ísland gegn Slóvakíu í undankeppni Evrópumótsins á Laugardalsvelli í kvöld. Var þetta fyrsti leikur liðsins undir stjórn Age Hareide.

Íslenska liðið varð fyrir áfalli rétt fyrir leik þegar Aron Einar Gunnarsson meiddist í upphitun. Valgeir Lunddal Friðriksson kom inn í hans stað og Guðlaugur Victor Pálsson færði sig á miðsvæðið.

Íslenska liðið fékk urmul færa í fyrri hálfleik til þess að komast yfir en nýtti færi sín illa. Slóvakía komst yfir.

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks fékk íslenska liðið svo vítaspyrnu sem Alfreð Finnbogason kláraði vel.

Íslenska liðið virkaði bensínlaust þegar líða tók á leikinn og Slóvakar skoruðu sigurmarkið eftir lélegan varnarleik og mikla óheppni þegar Jóhann Berg Guðmundsson reyndi að þruma boltanum frá en hann fór í leikmann Slóvakíu og í netið.

Tapið ers slæmt en Slóvakar hafa nú sjö stig en við aðeins þrjú og eigum Portúgal í næsta leik á þriðjudag.

Hér að neðan eru einkunnir úr leiknum.

Byrjunarlið Íslands:

Rúnar Alex Rúnarsson 7
Varð einu sinni stórkostlega í leiknum og gerði alla aðra hluti með ágætum. Ekki hægt að klína mörkunum á hann.

Alfons Sampsted (´81) 4
Góður sóknarlega framan af en seldi sig illa í öðru marki Slóvakíu.

Sverrir Ingi Ingason 6
Stýrði vörn liðsins vel og ekki hægt að kenna honum um hvernig fór.

Hörður Björgvin Magnússon 4
Varðist vel framan af en beygði sig í fyrra marki Slóvakíu sem var dýrt.

Leikmenn Íslands fagna markinu. DV/KSJ

Valgeir Lunddal Fridriksson 4
Kom inn rétt fyrir leik og leysti hlutverkið ágætlega. Var vitlaust staðsettur í öðru marki Slóvaka.

Willum Þór Willumsson 8
Besti maður íslenska liðsins í leiknum, frábær á boltann, duglegur og skapandi.

Jóhann Berg Guðmundsson 6
Stýrði spili liðsins vel framan af leik en það fór að draga af honum um miðbik síðari hálfleiks

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Gerði vel að flestu leyti en hefði stundum mátt halda svæðinu betur fyrir framan vörnina.

Jón Dagur Þorsteinsson (´63) 7
Var frábær í fyrri hálfleik og var fremur skrýtið að sjá hann fara af velli eftir rúman klukkutíma.

Albert Guðmundsson 6
Mjög skapandi fyrsta hálftímann en þetta var svona næstum því dagur, á eðlilegum degi hefði Albert skorað eitt mark og lagt upp tvö.

Alfreð Finnbogason (´63) 7
Ískaldur á punktinum og fann sig vel í fremstu víglínu með Alberti.

Varamenn:

Mikael Egill Ellertsson (´63) 4
Kom ekki með neitt á diskinn.

Hákon Arnar Haraldsson (´63) 4
Náði ekki að koma sér inn í leikinn.

Sævar Atli Magnússon (´83)
Spilaði ekki nóg til að fá einkunn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai

Sjáðu myndböndin – Leikmenn Liverpool á snekkju að kveðja Trent í Dubai
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Í gær

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn