fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Telur að starf Vöndu gæti verið í húfi og útskýrir af hverju – „Þekki bræður í Hafnarfirði sem eru líklegir til að nota þetta gegn henni“

433
Föstudaginn 16. júní 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti. Skemmtikrafturinn og hlaðvarpsstjarnan Hjálmar Örn Jóhannsson var gestur að þessu sinni.

Íslenska karlalandsliðið mætir Slóvakíu á morgun í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2024. Hörður Snævar Jónsson mætti í settið til að ræða komandi landsleiki.

Hörður telur leik morgundagsins ekki síst mikilvægan fyrir Vöndu Sigurgeirsdóttur sem ákvað að reka Arnar Þór Viðarsson og ráða Age Hareide.

„Ef þessi leikur tapast á laugardaginn held ég að formaðurinn Vanda Sigurgeirsdóttir sé komin í smá klípu fyrir næsta kjör sem er í febrúar. Þá er hún búin að taka ákvörðun um að reka þjálfara, er með tvo þjálfara á launaskrá, frussar peningum út úr sambandinu en peningarnir koma ekki til baka.

Hún er að taka svolitla áhættu með þessu,“ segir Hörður.

„Ég þekki nú tvo bræður í Hafnarfirði sem eru líklegir til að nota þetta gegn henni ef hún nær ekki þessu EM sæti,“ bætir Hörður við og á auðvitað við FH-ingana Jón Rúnar og Viðar Halldórssyni.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool

Fundaði með Guehi eftir rússíbanann með Liverpool
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni

Vilja gera við hann samning svo hann klári ferilinn í Bítlaborginni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“

Jón Dagur: „Þú mátt kalla þetta það sem þú vilt“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið

Stjarna Chelsea ældi á miðjan völl í nótt eftir harkalegt samstuð við leikmann Arsenal – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið

Mikill áhugi í Sádí Arabíu á Maguire sem er klár í að skoða málið
433Sport
Í gær

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga

Faðir landsliðsmanns fer mikinn á Facebook – Hjólar í bæði Arnar Gunnlaugs og Ólaf Inga
433Sport
Í gær

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára

Sigurður Þór ráðinn þjálfari Fylkis til næstu ára
Hide picture