fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Alfreð lofsamar Frey og vill vera áfram hja Lyngby – „Það sem hann gekk í gegnum á þessu tímabili var ótrúlegt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. júní 2023 15:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsframherjinn Alfreð Finnbogason ræddi við 433.is á hóteli Strákanna okkar í aðdraganda mikilvægra leikja gegn Slóvakíu og Portúgal. Þar ræddi hann meðal annars framhaldið með félagsliði sínu.

Alfreð, sem er 34 ára gamall, gerði eins árs samning við Íslendingalið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni síðasta sumar. Hann var hluti af liðinu sem hélt sér uppi á lygilegan hátt á dögunum.

„Það var geggjað. Ég var auðvitað að æfa með þeim síðasta sumar og það var ekkert endilega planið að skrifa undir. Svo leið mér bara hrikalega vel þarna og miðað við möguleikana sem ég hafði fannst mér best að fara í Lyngby þar sem það tikkaði í mörg box bæði fjölskyldulega og fótboltalega.“

Það höfðu fáir trú á því um áramótin að Lyngby hreinlega gæti haldið sér uppi.

„Þetta leit erfiðlega út og við áttum lengi erfitt með að vinna leik. Svo fórum við á geggjað run eftir áramót og það var lygilegt að taka þátt í þessu. 

Þetta sýnir hvað hausinn er mikilvægur í fótbolta. Að gefast aldrei upp og hafa alltaf trú, sama hversu erfitt það er. Þetta er gömul klisja en þetta var hrikalega gott dæmi um það.“

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og hefur Alfreð miklar mætur á honum.

„Ég hef mjög mikið álit á Frey. Það sem hann gekk í gegnum á þessu tímabili var ótrúlegt. Það var mjög gaman að fylgjast með hvernig hann tæklaði mótlæti eftir mótlæti.

Það var ekki nóg að hann hefði trú á þessu, hann þurfti að fá menn með sér. Og smám saman byggðist þetta upp og við fengum staðfestingu á því að við værum nógu góðir til að vera í deildinni, við værum að fá of lítið af stigum fyrri hlutann. Við vorum að spila vel en þegar þau duttu inn líka sýndum við hrikalega góðar hliðar og unnum toppliðin. Freyr var ótrúlegur í þessu ferli. Það er geggjað að vinna með honum.“

Alfreð er að verða samningslaus. En vill hann vera áfram hjá Lyngby?

„Ekki spurning. Mér líður vel þarna. Það sem maður metur mikið á seinni stigum ferilsins er umhverfið og að maður hafi hlutverk þar sem maður er. Mér finnst ég hafa þarna og þetta er klárlega staður sem ég sé mig vera áfram á.“

Viðtalið í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins

Bayern ætlar að funda með Guehi á fyrsta degi ársins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“

Las biblíuna til að komast í gegnum erfiða tíma – „En svo áttaði ég mig á að ég þurfti að nálgast Jesú“
433Sport
Í gær

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður

Slot staðfestir fund með Mo Salah í dag – Þar kemur í ljós hvernig framhaldið verður
433Sport
Í gær

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta

Fyrrum þjálfari hjá United skilur ekki af hverju Amorim þori ekki að prófa þetta
Hide picture