fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Haaland bað Henry um ráð í beinni – Sjáðu svar Frakkans

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. júní 2023 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir sigur Manchester City á Inter í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um helgina bað Erling Braut Haaland goðsögnina Thierry Henry um ráð í beinni útsendingu.

Eins og allir vita átti Haaland ótrúlegt tímabil, raðaði inn mörkum og vann þrennuna með City á sinni fyrstu leiktíð á Englandi.

Henry var á setti CBS eftir leik og kom Haaland til þeirra. „Ef þú gætir gefið mér eitt ráð, hvað væri það?“ spurði Norðmaðurinn Henry.

„Í vítateignum er ekkert sem þú átt eftir að læra, það er enginn betri þar. En þegar þú snýrð baki í markið, ferð til hægri og tekur hlaupin sem þú vilt ekki endilega taka, það er eitthvað sem þú getur bætt þig í.

Þá munið þið samt vinna fernuna. Ef þú gerir þessa hluti er þetta búið fyrir aðra og þú skorar 100 mörk á viku,“ svaraði Henry léttur.

Haaland var sammála Henry.

„Ég er sammála. En ég er auðvitað bara 22 ára. Það er svo mikið sem ég á eftir að læra. Ég hef til dæmis lært svo mikið frá því ég kom til Dortmund. Hvernig ég hugsa fyrir og eftir leiki, hvernig ég kem mér í gírinn og hvernig ég tala við aðra.“

Myndband af þessu er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu

United gat fengið rúma 2 milljarða en Amorim vildi ekki sjá myndavélar Amazon á svæðinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina

Margir steinhissa þegar þeir sáu hver leiddi liðið út á völl – Sjáðu hvað gerðist um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir

Messi og ‘lífvörðurinn’ mögulega sameinaðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“

Margrét Lára ræðir vonbrigðin í Sviss – „Ég er alltof gömul til að tjá mig um þetta“
433Sport
Í gær

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Í gær

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina