fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Åge Hareide í viðtali um nýja starfið og ferilinn –  „Það sem ég hef séð á æfingum fyllir mig bjartsýni”

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. júní 2023 09:18

Åge fór um víðan völl í viðtalinu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framundan eru fyrstu leikir Íslands, undir stjórn norska þjálfarans Åge Hareide, gegn Slóvakíu og Portúgal, leikir sem eru gríðarlega mikilvægir ef Ísland ætlar sér að komast áfram í lokakeppni Evrópumótsins 2024.

Åge Hareide var gestur hlaðvarpsþáttarins Chat after Dark, í umsjón Leifs Þorsteinssonar og Birkis Karls Sigurðssonar,  sem tekinn var upp í samstarfi við DV og 433. Í viðtalinu, sem hlusta má í heild sinni hér fyrir neðan, fer Åge um víðan völl varðandi fótaboltaferil sinn en hann átti farsælan feril sem leikmaður og enn farsælli sem þjálfari, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Viðtal við Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands
play-sharp-fill

Viðtal við Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands

Åge talar hlýlega um kynni sín af Íslandi og Íslendingum. Hann kom hingað til lands fyrst árið 1977 þar sem hann spilaði landsleik með Noregi gegn okkur á Laugardalsvelli.

Sjá einnig: Hætti að spila á Englandi og fékk vinnu í banka – „Ég er sonur sjómanns sem veiddi við Íslandsstrendur

Åge greinir frá því að það hafi tekið hann skamma stund að ákveða að taka við íslenska landsliðinu þegar Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, hringdi í hann. Honum hafi fundist tilhugsunin spennandi enda hafi hann alltaf fylgst með framgangi Íslands í gegnum árin. Skipulagður hafi verið fundur og degi síðar hafi hann slegið til. „Konan mín sagði að ég mætti fara,” segir Åge og hlær.

„Það eru kynslóðarskipti í liðinu og margir efnilegir íslenskir leikmenn sem spila í Skandinavíu. Þess vegna tók ég starfið. Ég hef frábæra reynslu af því að vinna með íslenskum leikmönnunum. Þetta hafa verið góðir leikmenn sem leggja sig alla fram, hæfileikaríkir og hafa gott viðhorf. Það er það sem ég kann best að meta í fari leikmanna, viðhorfið,” segir Åge.

Í hópi þeirra sem Åge hefur unnið með eru Birkir Bjarnason, Indriði Sigurðsson, Alfreð Finnbogason, Hilmar Björnsson í Helsingborg, Kári Árnason í Malmö, Hólmar Eyjólfsson, Árni Gautur Árnason,

Hann segir að framtíð íslenska liðsins sé björt, og vísar þar í árangur U-19 ára landslið Íslands, en að mikilvægt sé að sú þekking og reynsla sem býr í eldri leikmönnunum liðsins verði miðlað áfram til ungu leikmannanna. Þá segir hann hafa fylgst aðeins með Bestu deild karla.

„Íslenska deildin er hægari en aðrar evrópskar deildir. En það er mikið af hæfileikaríkum leikmönnum,“ segir Åge.

Hann segist vonast eftir því að hægt sé að kreista einn síðasta dans út úr reynslumestu íslensku leikmönnunum. Hryggjarstykki liðsins verði reynslumestu leikmennirnir sem þurfi að miðla til ungu og efnilegu leikmannanna.

Hann segist hafa upplifað mikinn áhuga og kraft á fyrstu æfingum liðsins. „Það sem ég hef séð á æfingum fyllir mig bjartsýni,” segir Åge og biðlar til Íslendinga um fylla Laugardalsvöll þann 17. júní gegn Slóvakíu.

Leifur Þorsteinsson, Åge Hareide og Birkir Karl Sigurðsson

Hann var sjálfur frábær leikmaður og eftir að hafa skarað framúr með Molde var hann keyptur yfir til Manchester City í ensku úrvaldsdeildinni. Þangað fór hann þó ekki fyrr en hann hafði klárað háskólanám, sem kannski þekkist ekki í dag, en eftir þrjú strembin ár í Englandi var líkaminn orðinn lúinn vegna meiðsla. Þá sneri hann aftur heim til Molde að spila og fékk vinnu í banka meðfram boltanum og ári síðar var hann orðinn spilandi þjálfari liðsins.

Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify-síðu Chat after dark

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Í gær

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi
433Sport
Í gær

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“
Hide picture