fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Jörgen Lennartsson og Fjalar inn í teymið hjá Hareide

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framundan eru tveir heimaleikir A landsliðs karla í undankeppni EM 2024 – gegn Slóvakíu þjóðhátíðardaginn 17. júní og síðan gegn Portúgal 20. júní. Þetta verða fyrstu tveir leikir liðsins undir stjórn norska þjálfarans Åge Hareide, sem var tilkynntur sem nýr þjálfari íslenska liðsins um miðjan apríl síðastliðinn.

Með nýjum þjálfara koma gjarnan breytingar á starfsliði og þá jafnan helst á teymi þjálfara og leikgreinenda, og svo er einnig nú. Jóhannes Karl Guðjónsson er áfram aðstoðarþjálfari og Arnór Snær Guðmundsson þrekþjálfari. Fjalar Þorgeirsson kemur inn sem markvarðaþjálfari og Markús Árni Vernharðsson kemur inn í teymi leikgreinanda. Hinn sænski Jörgen Lennartsson kemur einnig inn í teymið og aðstoðar við leikgreiningu, og mun hann leikgreina andstæðinga íslenska liðsins.

Hinn 58 ára gamli Jörgen Lennartsson er afar reyndur og hefur starfað með félagsliðum og landsliðum á Norðurlöndunum, sem aðalþjálfari stórra félagsliða í Svíþjóð og Noregi, sem þjálfari U21 landsliðs Svíþjóðar, og sem leikgreinandi fyrir danska landsliðið á HM í Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt.

Halldór Björnsson var markmannsþjálfari í tíð Arnars Þórs Viðarsson en lætur af störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“