fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Dæmdur ofbeldismaður finnst ekki

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 5. júní 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Lögbirtingablaðinu fyrir helgi var manni á fimmtugsaldri birtur eins og hálfs árs fangelsisdómur. Segir að dómurinn sé birtur í blaðinu þar sem ekki hafi tekist að birta manninum dóminn.

Væntanlega finnst maðurinn ekki svo hægt sé að birta honum dóminn í eigin persónu.

Maðurinn var dæmdur 16. júní á síðasta ári, í Landsrétti, fyrir að beita eiginkonu sína og þrjú börn þeirra ofbeldi. Maðurinn var dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness en Landsréttur þyngdi dóminn  um hálft ár.

Sjá einnig: Landsréttur þyngdi dóm yfir manni sem beitti eiginkonu og þrjú börn ofbeldi – Ógnarástand á heimilinu

Í dómnum segir að maðurinn hafi skapað stöðugt ógnarástand á heimilinu og að konan og börnin hafi getað átt von á ofbeldi af hans hálfu nánast hvenær sem var.

Meðal brota sem manninum er gefið að sök er að hóta syni sínum lífláti og rífa í föt hans og slá konu sína í höfuðið með handklæðaslá að syni sínum ásjáandi. Einnig er hann sagður hafa rifið í hár annars barns síns og sveiflað höfði þess til og frá.

Í öðru tilviki er hann sagður hafa slegið konu sína í höfuðið með ferðatösku og haft í kjölfarið þvaglát í þessa sömu tösku.

Þetta eru einungis hluti af þeim ofbeldisbrotum sem maðurinn var dæmdur fyrir.

Dóma Landsréttar og Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum er hægt að lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu

Forsætisráðuneytið sagt ekki hafa brotið á Ólöfu í faðernismáli Ásthildar Lóu
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“

Mikil drykkja og ólæti á fótboltaleik MR og Verzló – „Við viljum ekki að þetta endurtaki sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“