fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Mikið fjaðrafok og Kópavogsbúar ósáttir – „Það er ekkert nýtt að skrýtin umræða fari af stað á Twitter“

433
Laugardaginn 3. júní 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga. Hana má nálgast hér á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans, sem og í hlaðvarpsformi.

Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og í þetta sinn var gestur Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.

video
play-sharp-fill

Það sköpuðust heitar umræður á Twitter í vikunni um þá óheppni Breiðabliks í Bestu deild karla að spila fjöldan allan af leikjum á vondum grasvöllum í Bestu deildinni það sem af er.

Einhverjir sögðu Blikum að aðlagast aðstæðum en aðrir töldu aðstæður óásættanlegar.

„Það er ekkert nýtt að skrýtin umræða fari af stað á Twitter,“ sagði Helgi léttur.

Horfðu á þáttinn í heild hérna

„Þetta er bara bullandi óheppni. Ég steig þarna inn á nokkrum dögum áður og þetta var ekki boðlegt. Ég skil þá samt vel að fara með leikinn á þennan völl á móti Breiðabliki,“ sagði Hrafnkell, en Blikar gerðu jafntefli við Keflavík í síðasta leik.

Ásgerður segir ekki hægt að breyta leikplani mikið fyrir einn stakan leik á lélegum velli.

„Það er ekki svo auðvelt. Það er allt öðruvísi að spila á svona völlum. Það bitnar meira á liðum eins og Breiðabliki. Þú breytir ekkert öllu fyrir þennan eina leik.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
Hide picture