fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 2. júní 2023 08:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Taylor, dómari í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í fyrradag á milli Roma og Sevilla, mætti bálreiðum stuðningsmönnum fyrrnefnda liðsins á flugvellinum í Búdapest í gær.

Taylor var á leið heim aftur en leikurinn fór fram í Búdapest. Sevilla vann í vítaspyrnukeppni og var Jose Mourinho, stjóri Roma, brjálaður út í Taylor eftir leik. Portúgalinn beið eftir honum í bílakjallaranum og lét hann heyra það.

Mourinho var ekki sá eini sem gerði það, en í gær birtist myndband af stuðningsmönnum Roma áreita Taylor og fjölskyldu hans á flugvellinum.

Fleiri myndbönd hafa nú komið fram á sjónarsviðið. Þar má sjá Taylor og fjölskyldu hans reyna að komast undan skrílnum í öruggt herbergi á flugvellinum.

Stól var meðal annars kastað í átt að fjölskyldunni.

Dómarasamtökin á Englandi fordæma hegðun stuðningsmannanna og standa auðvitað með Taylor.

Hér að neðan má sjá nýjustu myndböndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Í gær

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum