fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Eliza­beth Hol­mes hefur af­plánun

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. maí 2023 09:50

Eliza­beth Hol­mes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eliza­beth Hol­mes, stofnandi og eigandi Thera­nos, hefur afplánun í dag. 

Í nóvember í fyrra var Holmes dæmd til 11 ára fangelsisvistar fyrir fjársvik eftir að hafa ranglega haldið því fram að tækni sem fyrirtæki hennar hannaði gæti keyrt læknispróf einstaklings með aðeins einum blóðdropa. Hundruðir slíkra prófa voru keyrð í gegnum fyrirtækið. Var Holmes sakfelld fyrir að hafa blekkt fjár­festa, vís­vitandi logið til um á­reiðan­leika rannsókna og lagt sjúk­linga í hættu.

Holmes hefur gengið laus síðan dómurinn féll, en hún áfrýjaði dómnum. Beiðni hennar um að ganga laus þar til áfrýjun hefur verið tekin fyrir var hafnað af dómara í lok apríl og var Holmes skipað að skila sér til afplánunar.

Holmes á tvo ung börn, son fæddan í júlí 2021, og annað barn fætt á þessu ári, var hún sökuð um að hafa orðið ófrísk í annað sinn vísvitandi til að tefja málareksturinn.

Markaðs­virði Thera­nos var metið á 9 milljarða dollara á tímabili, eða um 1.200 milljarða króna. Meðal fjár­festa voru lyfja­verslunar­risinn Wal­greens, fjöl­miðla­jöfurinn Rupert Mur­doch og Larry Elli­s­on með­stofnandi tölvu­tæknirisans Orac­le. Í stjórn fé­lagsins áttu meðal annars sæti Jim Mattis, sitjandi varnar­mála­ráð­herra Banda­ríkjanna og Henry Kissin­ger og Geor­ge Schultz, fyrr­verandi utan­ríkis­ráð­herrar.

Sögu Holmes og Theranos var gerð skil í stuttþáttaröð HBO og Hulu,  The Dropout, þar sem Amanda Seyfried lék Holmes.

Svik Holmes voru afhjúpuð árið 2015, þegar John Carreyrou, blaðamaður Wall Street Journal, greindi frá því að vélin sem Holmes væri að selja, sem kölluð var The Edison, virkaði í raun ekki og að fyrirtækið notaði utanaðkomandi tækni til að falsa jákvæðar niðurstöður úr prófunum. Alríkisyfirvöld rannsökuðu Holmes í kjölfarið og ákærðu hana árið 2018.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna

Skelfilegi sannleikurinn um fullnægingar kvenna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala

5 strangar reglur sem stjörnurnar þurfa að fylgja á Met Gala
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“