fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
433Sport

Bayern Munchen þýskur meistari eftir að Dortmund missteig sig – Enda með jafn mörg stig

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. maí 2023 15:28

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bayern Munchen er þýskur meistari árið 2023 en þetta varð ljóst í dag eftir lokaumferð Bundesligunnar.

Dortmund var í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina og þurfti aðeins að vinna Mainz á heimavelli til að tryggja titilinn.

Dortmund mistókst hins vegar að gera það en náði 2-2 jafntefli eftir dramatískt jöfnunarmark á lokesekúndunum.

Niklas Sule skoraði til að jafna metin í 2-2 á 97. mínútu en stuttu eftir það var flautað til leiks.

Jafntefli Dortmund þýðir að liðið endar með 71 stig í öðru sæti en Bayern er með betri markatölu en þá jafn mörg stig.

Bayern nýtti sér mistök þeirra gulklæddu og unnu Köln 2-1 á útivelli þar sem sigurmarkið kom á lokamínútunum.

Ljóst er þá að Schalke og Hertha Berlin fara niður um deild og mun Stuttgart fara í umspil um að halda sæti sínu.

Bayern var að tryggja sér sinn ellefta deildarmeistaratitil í röð sem er magnaður árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið

Klopp gæti stigið inn í kapphlaupið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar

Sá eftirsótti viðurkennir að hann vilji spila annars staðar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni

Útlit fyrir að hann hafni gylliboði frá Sádi-Arabíu öðru sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa

Svona er lið vikunnar – Allir nema Arsenal eiga fulltrúa