fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Furðar sig á framgöngu FH og veltir upp athyglisverðri spurningu – „Atli Viðar nennti ekki einu sinni að bakka þá upp“

433
Laugardaginn 27. maí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan kemur út alla föstudaga hér á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Þar fá þeir Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Að þessu sinni sat Viðar Örn Kjartansson með þeim.

Kjartan Henry Finnbogason hefur mikið verið í umræðunni frá því hann var dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fyrir olnbogaskot. Félag hans FH, sem og Kjartan sjálfur, hafa gagnrýnd vinnubrögð Klöru Bjartmarz í málinu, en hún vísaði brotinu til aganefndar.

„Ég ætla ekkert að efast um upplifun hans. Ég sá á honum að hann meinti þetta og honum fannst illa að sér vegið,“ segir Hrafnkell, sem sat með Kjartani í hlaðvarpsþættinum Dr. Football þegar hann fór yfir málið.

Viðar segir að nú þurfi fleiri mál að rata á borð aganefndar.

„Mér finnst að ef þau setja standardinn þarna þá þurfa þau að vera grimmari í þessu og taka hverja umferð fyrir sig.“

FH vill meina að fjölmiðla- og samfélagsumræða um Kjartan spili inn í og tekur Viðar undir það.

„Það er alltaf þannig. Það er bara þannig í fótbolta úti um allan heim.“

Helgi tók til máls. „Ég spyr mig, af því þetta er einn leikur í bann, er það þess virði fyrir FH að vera að ýfa upp sár og eitthvað stríð við KSÍ fyrir einn leik?

Atli Viðar Björnsson nennti ekki einu sinni að bakka þá upp,“ sagði hann en Atli gagnrýndi fyrrum félaga á Stöð 2 Sport á dögunum fyrir yfirlýsingu vegna máls Kjartans.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista

Þetta eru tíu bestu leikmennirnir í EA FC 26 – Þrjár konur komast á lista
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“

Jóhanna Helga stofnar stuðningshóp fyrir íslenskar konur í svipaðri stöðu – „Mikið tuð, stöndum saman“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar

Fyrrum framherji Liverpool með spádóm um hvernig stóra Isak málið endar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United

Svona er tölfræði Amorim frá því að hann tók við United
Hide picture