fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

KSÍ sektar Samúel um væna summu fyrir að svara Twitter færslu fréttamanns RÚV

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. maí 2023 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 23. maí að sekta knattspyrnufélagið Vestra, um 75.000 kr. vegna opinberra ummæla og myndbirtingar Samúels Samúelsson, formanns stjórnar mfl. karla á twitter vefsíðu hans.

Vestri hafði þá tapað gegn Þór í Lengjudeildinni í fyrstu umferð og svaraði Saméul færslu fréttamanns RÚV. Hafði Þórsarinn, Óðinn Svan Óðinsson hjá RÚV tíst um leikinn en Samúel vildi meina að Gunnar Hafliðason dómari hafi hjálpað Þór í leiknum.

Um var að ræða opinber ummæli og myndbirtingu sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi alvarlega verið vegið að heiðarleika og heilindum dómara í leik Þórs og Vestra í Lengjudeild karla, þann 6. maí.

Dómurinn:
Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ 23. maí 2023 var tekin fyrir greinargerð sem framkvæmdastjóri KSÍ sendi til nefndarinnar þann 15. maí, skv. 20. gr. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál. Fram kemur í greinargerð framkvæmdastjóra að málið varði ósæmileg opinber ummæli og myndbirtingu Samúels Samúelssonar, formanns stjórnar mfl. karla í knattspyrnu hjá Vestra.

Hafi ummælin og myndbirtingin birst á twitter vefsíðu Samúels. Að mati framkvæmdastjóra var með ummælunum og myndbirtingunni vegið að- heiðarleika og heilindum dómara í leik Þórs og Vestra í Lengjudeild karla, þann 6. maí sl.
Ummæli sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra eru eftirfarandi:

„Gott að eiga góða að.“ Með twitter færslu Samúels var birt mynd af dómara í leik Þórs og Vestra þann 6. maí sl., Gunnari Oddi Hafliðasyni.

Í samræmi við grein 20.2. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál ber að fara með mál, sem framkvæmdastjóri vísar til nefndarinnar á grundvelli 20. greinar, eins og um kærumál sé að ræða. Greinargerð framkvæmdastjóra var því send til
knattspyrnudeildar Vestra og félaginu gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sínum í málinu á framfæri við nefndina fyrir kl. 16:00 mánudaginn 22. maí 2023.

Á fundi nefndarinnar 23. maí 2023 lá fyrir tölvupóstur sem barst til skrifstofu KSÍ frá Samúel Samúelssyni, formanni stjórnar mfl. karla í knattspyrnu hjá Vestra. Í tölvupóstinum kom fram að Samúel taki fulla ábyrgð.

Ákvað aga- og úrskurðarnefnd KSÍ á fundi sínum 23. maí 2023 að sektaknattspyrnudeild Vestra, um kr. 75.000,- vegna framangreindra opinberraummæla Samúels Samúelssonar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar