fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Besta deild karla: Magnaðir Víkingar enn með fullt hús – Afar óvænt úrslit að Hlíðarenda

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 21. maí 2023 21:13

Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í Bestu deild karla í kvöld.

Í Kórnum tók HK á móti Víkingi. Gestirnir voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu eftir hann. Markið gerði Viktor Örlygur Andrason eftir um hálftíma.

Á 74. mínútu tvöfölduðu Víkingar forystu sína. Þar var að verki Nikolaj Hansen með skallamark.

Skömmu síðar urðu lærisveinar Arnars Gunnlaugssonar hins vegar manni færri eftir ljóta tæklingu Karls Friðleifs Gunnarssonar á Eyþóri Wöhler.

Eyþór var svo aftur í sviðsljósinu þegar um fimm mínútur lifðu leiks þegar hann minnkaði muninn fyrir HK.

Heimamenn reyndu að finna jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki. Víkingur sigldi 1-2 sigri í hús í Kópavoginum.

Víkingur er enn með fullt hús stiga, 24 talsins, á toppi deildarinnar eftir átta umferðir. HK er í fjórða sæti með 13 stig.

Á sama tíma tók Valur á móti Keflavík að Hlíðarenda.

Þar varð niðurstaðan afar óvænt markalaust jafntefli. Gestirnir lokuðu ansi vel á heimamenn sem fengu þó góð færi þegar leið á leikinn.

Afar svekkjandi niðurstaða fyrir Val, en Keflavík hefur verið í vandræðum undanfarið.

Valur er í öðru sæti deildarinnar með 19 stig. Keflavík er í því ellefta með 5 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar

Gæti flutt aftur í Bítlaborgina í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu

Salah kjörinn bestur með sögulegri kosningu
433Sport
Í gær

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“

Sóðalegir fordómar eldri manns náðust á myndband – „Haltu kjafti skítugi þeldökki maður“
433Sport
Í gær

Tekur við Real Madrid í sumar

Tekur við Real Madrid í sumar
433Sport
Í gær

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ

Gylfi Sig semur við Kópavogsbæ