fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Enska úrvalsdeildin: Dramatík er Liverpool náði í stig á Anfield – Casemiro hetja Manchester United

Victor Pálsson
Laugardaginn 20. maí 2023 16:05

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool náði ekki að komast í Meistaradeildarsæti í dag er liðið mætti Aston Villa á heimavelli sínum, Anfield.

Liverpool var lengi vel undir í þessum leik en jafnaði metin undir lok leiks er Roberto Firmino kom boltanum í netið.

Stigið gerir þó eitthvað fyrir Liverpool sem er þremur stigum á eftir bæði Manchester United og Newcastle.

Aston Villa mun naga sig í handabökin að hafa ekki unnið þennan leik í baráttu um Evrópusæti en Ollie Watkins klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik sem fór framhjá markinu.

Liverpool er með betri markatölu en United sem á þó leik til góða eftir 1-0 sigur á Bournemouth í dag þar sem Casemiro tryggði sigur.

Everton náði í stig gegn Wolves á sama tíma á dramatískan hátt en jöfnunarmark liðsins var skorað á 97. mínútu af Yerry Mina.

Everton er nú tveimur stigum frá fallsæti en hefur leikið leik meira en liðin fyrir neðan sig.

Þá áttust Fulham og Crystal Palace við en þeim leik lauk með 2-2 jafntefli á Craven Cottage.

Liverpool 1 – 1 Aston Villa
0-1 Jacob Ramsey(’27)
1-1 Roberto Firmino(’90)

Bournemouth 0 – 1 Manchester United
0-1 Casemiro(‘9)

Fulham 2 – 2 Crystal Palace
0-1 Odsonne Edouard(’34)
1-1 Aleksandar Mitrovic(’45, víti)
2-1 Aleksandar Mitrovic(’61)
2-2 Joel Ward(’83)

Wolves 1 – 1 Everton
1-0 Hee Chan Hwang(’34)
1-1 Yerry Mina(’90)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“