fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Tillaga Brynjars í beinni vekur athygli: Vill hætta að sjá þetta gert – „Mannskepnan er bara eins og hún er“

433
Sunnudaginn 21. maí 2023 07:00

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

video
play-sharp-fill

Íþróttavikan er komin á fulla ferð hér á 433.is og í Sjónvarpi símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson fá til sín góða gesti í hverri viku og ræða það helsta úr heimi íþrótta. Í þetta sinn var gesturinn fyrrum Alþingismaðurinn Brynjar Níelsson.

KSÍ gaf út yfirlýsingu á dögunum í kjölfar þess að tveimur íslenskum dómurum bárust líflátshótanir. Málið er litið alvarlegum augum.

„Ég er ekki viss um að þetta sé að verða grófara. Ég man alveg hvernig menn töluðu í gamla daga. Ég held að þetta sé jafnvel bara skárra en það var. Það er bara gert meira úr hverju tilviki en áður. Það er mín tilfinning,“ sagði Brynjar í þættinum.

„Reiðiviðbrögð eru þekkt fyrirbæri. Það er ekki ný uppfinning. En ef menn ganga of langt þurfa þeir að taka ábyrgð á því. Það er mjög leiðinlegt ef menn hafa ekki stjórn á eigin tilfinningum. Þá er eitthvað mikið að.“

Önnur hótunin barst í gegnum talskilaboð. „Þú þarft að vera gjörsamlega truflaður til að ranka aldrei við þér og hugsa þinn gang,“ sagði Hrafnkell. „Þetta er angi samfélagsmiðla. Það er hægt að ná til allra í dag.“

„Já, þeir eru stóra vandamálið í öllu,“ skaut Brynjar inn í.

Átak til að reyna að stöðva þetta mun engu breyta að sögn Brynjars.

„Það mun engu breyta. Það er alltaf verið að eyða peningum í forvarnir og átök en það breytir bara engu. Mannskepnan er bara eins og hún er. Gleymið því að eyða peningum í þetta allavega.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus

Sancho sagður klár í að lækka í launum og fara til Juventus
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“

Þorvaldur ræðir vinnuna á bak við tjöldin – „Þekking og kunnátta hafa hjálpað“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Í gær

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“

Yfirlýsing frá Liverpool – „Reyna að ná áttum eftir ólýsanlegan missi“
Hide picture