Arsenal er að undirbúa sitt fyrsta tilboð í Declan Rice. Fabrizio Romano greinir frá þessu.
Rice hefur verið sterklega orðaður frá West Ham undanfarið og virðist Arsenal líklegasti áfangastaðurinn.
Félagið þarf hins vegar að reiða fram alvöru summu fyrir Rice þar sem West Ham biður um 120 milljónir punda fyrir þjónustu hans.
Rice er fyrirliði West Ham og lykilmaður en mun líklega leita annað í sumar. Hann á ár eftir af samningi sínum en Hamrarnir geta framlengt hann um eitt ár til viðbótar.
Arsenal vill styrkja miðsvæði sitt í sumar og segir Romano að allt að tveir miðjumenn gætu mætt á Emirates.
Arsenal mun ekki fara í viðræður um Rice strax af virðingu við West Ham. Síðarnefnda liðið er á leið í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í júní og þarf Rice að einbeita sér að því.
Arsenal are preparing opening proposal for Declan Rice as he remains the priority target for summer transfer window; they could sign two midfielders depending on outgoings. 🚨⚪️🔴 #AFC
No negotiations now to respect West Ham; talks will take place in June. pic.twitter.com/rj8w6xY0yd
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 19, 2023