fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
433Sport

Evrópukeppnir kvöldsins: Mourinho í enn einn úrslitaleikinn – West Ham og Fiorentina mætast í Sambandsdeildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 21:42

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var spilað í Evrópu- og Sambandsdeildinni í kvöld. Um seinni leiki undanúrslita var að ræða.

Roma heimsótti Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni með 1-0 sigur á bakinu eftir fyrri leikinn.

Leiknum í kvöld lauk með markalausu jafntefli og lærisveinar Jose Mourinho því komnir í úrslitaleikinn.

Í hinum undanúrslitaleiknum mættust Sevilla og Juventus. Fyrri leikurinn fór 1-1 í Tórínó.

Dusan Vlahovic kom Juventus yfir á 65. mínútu en skömmu síðar jafnaði Suso leikinn.

Jafnt var eftir venjulegan leiktíma og því gripið til framlengingar. Þar skoraði Erik Lamela snemma fyrir Sevilla.

Það reyndist sigurmarkið og fer Sevilla áfram með samanlagt 3-2 sigri í einvíginu.

Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar
Roma – Sevilla

Í sambandsdeildinni heimsótti West Ham AZ Alkmaar.

Hamrarnir unnu fyrri leikinn 2-1 og einvígið samanlagt 3-1 með marki Pablo Fornals í blálok leiksins í kvöld.

Andstæðingur West Ham verður Fiorentina.

Fiorentina mætti Basel í kvöld. Fyrri leik liðanna lauk 1-2 fyrir Basel á Ítalíu og því á brattann að sækja fyrir Fiorentina í kvöld.

Nicolas Gonzalez kom þeim hins vegar yfir á 35. mínútu leiksins. Á 55. mínútu jafnaði Zeki Amdouni fyrir heimamenn.

Fiorentina náði forystunni á ný með öðru marki Gonzalez og staðan eftir venjulegan leiktíma 1-2. Samanlagt 3-3 og því farið í framlengingu.

Það stefndi í vítaspyrnukeppni þegar Antonin Barak skoraði fyrir Fiorentina í lok framlengingarinnar. Lokaölur 1-3, samanlagt 4-3 fyrir Fiorentina sem fer áfram.

Úrslitaleikur Sambandsdeildarinnar
West Ham – Fiorentina

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Haaland snýr aftur

Haaland snýr aftur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“

Dökkt ský nálgast Garðabæ – „Þeim var seld einhver hugmynd, en þetta hefur bara ekki verið nógu gott“
433Sport
Í gær

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni

Breyting á tveimur leikjum í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“

Lykillinn að viðsnúningi á Hlíðarenda? – „Þetta er svolítið síðasti séns“
433Sport
Í gær

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks
433Sport
Í gær

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid

Staðfesta að Xabi Alonso sé að hætta – Mun taka við Real Madrid