Gareth Bale var á sínum tíma einn fremsti knattspyrnumaður í heimi en hann ákvað í vetur að hætta og leggja skóna á hilluna.
Síðustu ár Bale hjá Real Madrid voru erfið og virtist áhugi hans jafnvel meiri á því að spila golf.
Bale er ansi góður í golfi og hann afrekaði það í gær að fara holu í höggi.
Bale er enn búsettur í Los Angeles en þar lauk hann ferlinum og virðist njóta þess að spila marga af bestu golfvöllum í heimi.
Draumahögg Bale má sjá hér að neðan.