Það vakti nokkra athygli í gærkvöldi þegar Erling Haaland framherji Manchester City reif upp norska fánann þegar liðið tryggði sig áfram í Meistaradeildinni.
Ástæðan er sú að í gær var þjóðhátíðardagur Norðamanna og sá norski vildi fagna því.
Þjóðhátíðardagurinn er mikil hátíð í Noregi og fagnar norska þjóðin 17 maí af miklum krafti.
Haaland birti skemmtilega mynd af sér á Instagram eftir leik.
City er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á þremur árum eftir afar sannfærandi sigur á Real Madrid í gær.
Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Madríd. Það kom fljótt í ljós í hvað stefndi. Bernardo Silva kom City yfir á 23. mínútu. Stundarfjórðungi síðar var hann aftur á ferðinni með mark.
Staðan í hálfleik 2-0 og heimamenn afar sannfærandi. Úrslitin voru endanlega ráðin þegar Eder Militao setti boltann í eigið net á 76. mínútu. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Julian Alvarez fjórða mark City í uppbótartíma.