fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Þetta er ástæða þess að Erling Haaland reif upp norska fánann í gærkvöldi

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. maí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra athygli í gærkvöldi þegar Erling Haaland framherji Manchester City reif upp norska fánann þegar liðið tryggði sig áfram í Meistaradeildinni.

Ástæðan er sú að í gær var þjóðhátíðardagur Norðamanna og sá norski vildi fagna því.

Þjóðhátíðardagurinn er mikil hátíð í Noregi og fagnar norska þjóðin 17 maí af miklum krafti.

Haaland birti skemmtilega mynd af sér á Instagram eftir leik.

City er komið í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í annað sinn á þremur árum eftir afar sannfærandi sigur á Real Madrid í gær.

Liðin mættust í seinni leik sínum í undanúrslitum. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Madríd. Það kom fljótt í ljós í hvað stefndi. Bernardo Silva kom City yfir á 23. mínútu. Stundarfjórðungi síðar var hann aftur á ferðinni með mark.

Staðan í hálfleik 2-0 og heimamenn afar sannfærandi. Úrslitin voru endanlega ráðin þegar Eder Militao setti boltann í eigið net á 76. mínútu. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Julian Alvarez fjórða mark City í uppbótartíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða

Þorsteinn sammála dómnum umtalaða
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Í gær

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Í gær

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“