fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Fullyrða að KSÍ hafi neitað beiðni um færslu – „Þetta er bara skita númer 7922 hjá KSÍ“

433
Fimmtudaginn 18. maí 2023 12:00

Kristján Óli og Rikki G ræddu málið í Þungavigtinni í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt hlaðvarpsþættinum Þungavigtin neitaði KSÍ að færa leik Vals og Grindavíkur sem fram fer í bikarnum í dag. Um er að ræða 16 liða úrslit.

Ástæðan fyrir því að beðið var um að færa leikinn er sú að í kvöld spila Valur og Tindastóll í úrslitum körfuboltans. Það er því mikið að gerast á Hlíðarenda í dag.

Valur og Grindavík vildu bæði spila leikinn í gær. „Maður heyrði sögur af því að það voru bæði lið sem vildu færa leikinn Þau fengu það ekki í gegn,“ sagði Rikharð Óskar Guðnason í þættinum.

Kristján Óli Sigurðsson skilur ekki af hverju málið er svona. „Þau vildu spila á miðvikudegi, liðin eru að spila aftur í deildinni á sunnudag. AF hverju þá að troða þessu á fimmtudag,“ sagði Kristján.

Ríkharð Óskar segir að þvert nei hafi komið úr Laugardalnum. „KSÍ sagði þvert nei,“ sagði Ríkharð.

Kristján Óli kallar málið skitu. „Úrslitaleikur í körfunni á Hlíðarenda sem verður undirlagður undir það frá hádegi, Stólarnir mæta þá með kúrekahattinn um það leyti. Þetta er bara skita númer 7922 hjá KSÍ,“ sagði Kristján.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu