FH er komið í 8-liða úrslit Mjólkurbikars karla eftir sigur á Njarðvík í 16-liða úrslitum í kvöld.
Heimamenn komust yfir eftir hálftíma leik þegar Jóhann Ægir Arnarsson skoraði.
Snemma í seinni hálfleik tvöfaldaði Steven Lennon forystu FH.
Njarðvíkingar minnkuðu muninn eftir tæpan klukkutíma leik þegar fyrirliðinn Marc Mcausland skoraði.
Nær komust nýliðarnir í Lengjudeildinni hins vegar ekki og lokatölur 2-1.
FH annað liðið inn í 8-liða úrslit á eftir Þór, sem vann Leikni R. í gær.