fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Tveimur hótað lífláti undanfarið: Þóroddur tjáir sig – „Hefur farið yfir öll mörk hjá okkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. maí 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnusamband Íslands sendi í gær frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að tveimur dómurum hér á landi hefur verið hótað lífláti undanfarið. Sambandið biðlaði til fólks að sýna stillingu í gagnrýni sinni á dómurum. Þóroddur Hjaltalín, yfirmaður dómaramála hjá KSÍ, segir áðurnefndar hótanir sem betur fer heyra til undantekninga. Það er þó ljóst að bæta þarf framkomu í garð dómara.

Meira
Senda frá sér yfirlýsingu: Tveimur Íslendingum hefur verið hótað lífláti undanfarið – „Er fyrir neðan allar hellur og með öllu ólíðandi“

„Það er alveg á hreinu að það sem hefur verið í gangi undanfarið hefur farið yfir öll mörk hjá okkur,“ segir Þóroddur í hlaðvarpi 433.is um Lengjudeildina.

Önnur líflátshótunin sem um ræðir barst í gegnum talskilaboð en í hinu tilfellinu fór einstaklingur inn á völlinn, að dómaranum áður en gæsla handsamaði hann.

„Ég held að við getum sagt það að þetta sé aðeins að aukast en sem betur fer eru þetta undantekningatilfelli, að þetta gangi svona langt. Þess vegna finnst okkur nauðsynlegt að stíga niður fæti núna. Það verður aldrei liðið að mönnum verði hótað lífláti eftir að hafa dæmt fótboltaleiki.“

Þóroddur segir umhverfi dómara breytt nú en á árum áður með tilkomu samfélagsmiðla og þess háttar.

„Þetta er orðið allt öðruvísi en þetta var. Þetta áreiti er orðið á miklu fleiri stöðum og úti um allt. Þetta eru breyttir tímar.“

Heilt yfir eru starfandi dómarar hér á landi þó nokkuð brattir í ljósi stöðunnar.

„Þetta hefur ekkert rosalega mikil áhrif á dómarahópinn okkar, sérstaklega ekki þá sem starfa á efsta stigi, því menn eru búnir að læra að díla við þetta. Maður hefur kannski meiri áhyggjur af dómurunum sem eru að byrja og stíga sín fyrstu skref. Þetta er erfiðara fyrir þá.

Við reynum að halda vel utan um hópinn og reynum að hjálpast að.“

Þóroddur var spurður að því hvort það komi til greina að leita til lögreglu vegna alvarlega hótanna, eins og líflátshótanna, í garð dómara hér á landi.

„Þetta er allt í skoðun hjá okkur í KSÍ. Við erum að vinna í því máli.“

Það er vonast til að sett verði af stað átak til að bæta stöðu dómara á næstunni.

„Það er vinnuhópur búinn að starfa hjá KSÍ. Þar höfum við átt góða fundi með félögunum, þjálfurum, fjölmiðlamönnum og rætt hvernig hægt er að gera þetta. Markmiðið er að gera dómarastarfið örlítið meira sýnilegt og reyna að búa til jákvæðara vinnuumhverfi í kringum þetta starf,“ segir Þóroddur Hjaltalín, yfirmaður dómaramála hjá KSÍ.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift