fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Besta deild kvenna: Stjarnan vann stórleikinn – Selfoss og FH með góða sigra

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. maí 2023 21:23

Gunnhildur Yrsa og stöllur töpuðu stórt í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það fóru þrír leikir fram í Bestu deild kvenna í kvöld.

Flestra augu voru í Garðabænum þar sem Stjarnan tók á móti Val í sannkölluðum stórleik.

Það fór svo að Stjörnukonur unnu sanngjarnan sigur. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom þeim yfir strax á 8. mínútu. Staða heimakvenna varð svo enn vænlegri á 26. mínútu þegar Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir kom þeim í 2-0.

Gestunum tókst ekki að minnka muninn og koma sér inn í leikinn. Sterkur 2-0 sigur Stjörnunnar því staðreynd.

Stjarnan er með 7 stig í öðru sæti. Valur er með jafnmörg stig en í fjórða sæti.

Stjarnan 2-0 Valur
1-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2-0 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir

Selfoss tók þá á móti Tindastól. Melissa Alison Garcia kom gestunum yfir en heimakonur svöruðu með mörkum frá Kötlu Maríu Þórðardóttur og Evu Lind Elíasdóttur á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks.

Katla innsiglaði svo 3-1 sigur Selfoss snemma í seinni hálfleik.

Selfoss er í sjöunda sæti með 4 stig en Tindastóll á botninum með 2.

Selfoss 3-1 Tindastóll
0-1 Melissa Alison Garcia
1-1 Katla María Þórðardóttir
2-1 Eva Lind Elíasdóttir

Loks vann FH 3-1 sigur á Keflavík í Hafnarfirði. Liðið komst í 2-0 snemma leiks með mörkum frá Örnu Eiríksdóttur og Shaina Faiena Ashouri.

Alma Rós Magnúsdóttir minnkaði muninn fyrir Keflavík eftir tæpan klukkutíma leik en Esther Rós Arnarsdóttir innsiglaði sigur FH í lokin.

FH er í áttunda sæti með 4 stig, jafnmörg og Keflavík sem er sæti neðar.

FH 3-1 Keflavík
1-0 Arna Eiríksdóttir
2-0 Shaina Faiena Ashouri
2-1 Alma Rós Magnúsdóttir
3-1 Esther Rós Arnarsdóttir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta

Snýr aftur eftir tveggja ára bann frá fótbolta
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“

Eigandinn veður í Þorstein Halldórsson og KSÍ – „Í þeirri veiku von að tapa ekki of miklum peningum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Í gær

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Í gær

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu