Tveir leikir fóru fram í Bestu deild kvenna í kvöld en Breiðablik gerði ekki góða ferð á Akureyri, tapaði liðið gegn Þór/KA.
Leikurinn var færður inn í Bogann vegna veðurs og þar unnu Þór/KA sannfærandi 2-0 sigur.
ÍBV vann svo öruggan 3-0 sigur á Þrótti þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik.
Þór/KA 2 – 0 Breiðablik
1-0 Hulda Ósk Jónsdóttir (’28)
2-0 Sandra María Jessen (’93)
ÍBV 3 – 0 Þróttur R.
1-0 Þóra Björg Stefánsdóttir (‘6)
2-0 Olga Sevcova (’27)
3-0 Þóra Björg Stefánsdóttir (’37)
Markaskorarar fengnir frá Fótbolta.net.