fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Fókus

Sigmar sló í gegn í þingveislu Alþingis – „Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. maí 2023 19:00

Sigmar Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, Simmi Vill, var hrókur alls fagnaðar í þingveislu Alþingis sem fram fór á föstudagskvöldið. Eins og kunnugir vita er Sigmar hvorki þingmaður né starfsmaður þingsins.

Sigmar segist í samtali við Vísi einfaldlega hafa átt fund í forstofu Nordica á sama tíma, og ónefndir þingmenn hafi dregið hann inn í veisluna sem haldin var í sal inn af anddyrinu. Þar spjallaði Sigmar meðal annars við Ingu Sæland formann Flokks fólksins, og fleiri þingmenn, auk þess að drífa Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra út á dansgólfið.

„Ég var spurður hvað ég væri að gera þarna og sagðist vera í starfskynningu. Það var nú eiginlega brandarinn. Jájá, ég held að þetta sé mjög skemmtilegur vinnustaður.“ 

Aðspurður um hvort hann hyggist bjóða sig fram í næstu kosningum, segist Sigmar hafa velt því fyrir sér, þar sem hann hafi áhuga á stjórnmálum. „Jájá, ég hef velt því fyrir mér nú í aðdraganda nokkurra kosninga í röð en ekki fundist ég hafa til að bera nægilega mikinn þroska. Ekki fundist ég búinn að gera nógu mikið. Ég er áhugasamur um að sjá breytingar í menntamálum, viðskiptaumhverfinu, jafnari stöðu í atvinnulífinu og samgöngum.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu

Iceland Eclipse Festival kynnir fyrstu nöfn – Menningar- og Vísindahátíð undir almyrkva á sólu
Fókus
Fyrir 5 dögum

O (Hringur) Best í Norður Makedóníu

O (Hringur) Best í Norður Makedóníu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“

Hildur sýnir hvernig glansmyndir á Instagram eru teknar – „Við verðum að taka mynd, ég verð að pósta þessu“
Fókus
Fyrir 6 dögum

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“

,,Þetta var algjört brjálæði” – „Okkur leið eins og við værum að tapa í stríði fyrir þjóðina okkar“
Fókus
Fyrir 1 viku

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“

„Það prumpar enginn glimmeri alla daga“
Fókus
Fyrir 1 viku

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður

Anna Guðný stendur sig vel í Mongólíu – Gerjaða hrossamjólkin smakkast eins og mysa og rennur vel niður
Fókus
Fyrir 1 viku

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 1 viku

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí

Háklassa vændiskona útskýrir af hverju hún myndi aldrei fara í vinnuferð til Dúbaí