Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, tók sína leikmenn engum vettlingatökum eftir nauman sigur á Fylki á dögunum. Vakti þetta athygli þar sem 3 stig komu í hús.
„Ég er hrikalega ánægður með þetta. Fyrir 10 árum hefði einhver sagt: Þetta snýst bara um 3 stig. Frábært að fá 3 stig á töfluna. Við höldum áfram. Þarna segir hann bara nákvæmlega það sem honum finnst. Og þetta var bara hárrétt. Ég sjálfur, sem Bliki, fagnaði varla sigurmarkinu. Ég var svo pirraður yfir hvað þetta var lélegur leikur hjá Breiðabliki,“ sagði Hrafnkell.
Vilhjálmur lagði orð í belg. „Fyrirfram áttu Blikar að valta yfir þetta. Ég var reyndar hrifinn af Fylki í þessum leik.“
Umræðan um Bestu deildina í þættinum er hér að neðan.
Íþróttavikan er einnig komin í hlaðvarpsform á allar helstu veitur. Nýjasti þátturinn í heild er hér að neðan.