Íþróttavikan er komin á fulla ferð á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson sjá um þáttinn og fá þeir til sín góða gesti alla föstudaga. Í þetta skiptið voru þeir Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá gestir.
Jóhann Berg Guðmundsson lyfti á dögunum Championship titlinum. Hans lið, Burnley, var þó löngu búið að vinna B-deildina og endurheimta sæti sitt í úrvalsdeildinni.
Vincent Kompany tók við Burnley síðasta sumar og er mættur með liðið í deild þeirra bestu.
„Ég hafði ekki þessa trú á Kompany því hann var í smá bulli með Anderlecht. Hann er miklu betri þjálfari en ég bjóst við,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
Jóhann Berg hefur fengið nýtt hlutverk og spilað á miðjunni hjá Burnley undir stjórn Kompanyþ.
„Maður er spenntur að sjá hvernig byrjunarliðið hjá landsliðinu verður,“ sagði Vilhjálmur um það.
Hranfkell tók til máls á ný.
„Ég held að það sé kominn tími til að Jói verði í umræðunni um íþróttamann ársins. Hann vinnur Championship deildina og var einn af aðalmönnunum þar.“
„Það vill oft verða þannig að horft sé framhjá mönnum eru stöðugt góðir,“ skaut Helgi inn í.
Umræðan í heild er hér að neðan.