fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Salan á Manchester United að þokast nær? – Segja Glazer bræður hafa ákveðið hvaða eiganda þeir vilja

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 08:13

Joel Glazer og Avram Glazer / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala Glazer fjölskyldunnar á Manchester United gæti verið að færast nær ef marka má nýjustu fréttir.

Félagið hefur verið á sölu síðan í haust og hafa farið fram nokkrar „umferðir“ þar sem áhugasamir máttu leggja fram tilboð í félagið.

Sir Jim Ratcliffe og Katarinn Sheikh Jassim hafa leitt kapphlaupið um það að eignast United.

Nú segir breska götublaðið The Sun að Ratcliffe sé sá sem Glazer bræðurnir Avram og Joel vilji sjá eignast félagið.

Það er töluverður munur á tilboðum Jassim og Ratcliffe. Jasssim vill eignast allt félagið en Ratcliffe aðeins 50%.

Eignist Ratcliffe félagið myndu Avram og Joel halda sínum hlut í félaginu en aðrir meðlimir Glazer fjölskyldunnar myndu selja sinn hlut. Ratcliffe ætti því stærstan hlut í félaginu.

Þetta hugnast ekki öllum stuðningsmönnum United, enda Glazer fjölskyldan afar óvinsæl á meðal þeirra.

Hæsta tilboðið í United hingað til kom frá Jassim. Það hljóðaði upp á 5 milljarða punda. Glazer bræður telja tilboð Ratcliffe í 50% félagsins þó meira virði, en sjálfir hafa þeir beðið um 6 milljarða punda fyrir United.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift