fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Viðstaddir slegnir eftir ummæli Carragher um goðsögn United í beinni – „Ég skal glaður kalla hann trúð“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. maí 2023 07:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool goðsögnin og sparkspekingurinn Jamie Carragher skóf ekki af því er hann ræddi ákvörðun dómarans í leik AC Milan og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Um fyrri leik liðanna í undanúrslitum var að ræða. Inter átti draumabyrjun því Edin Dzeko kom þeim yfir strax á 8. mínútu leiksins með góðu skoti.

Staðan varð enn betri aðeins þremur mínútum síðar þegar Henrikh Mkhitaryan skoraði annað mark Inter.

Eftir hálftíma leik fékk Inter þá vítaspyrnu þegar Lautaro Martinez fór niður í teignum eftir viðskipti við Simon Kjær. Með hjálp myndbandsdómgæslu hætti dómari leiksins hins vegar við að dæma brot.

Lokatölur urðu 2-0, sem var nokkuð vel sloppið hjá Milan.

Vítaspyrnudómurinn var til umræðu í setti CBS eftir leik. Þar sátu Carragher, Thierry Henry og Micah Richards að vanda.

„Ég myndi segja að hver sá sem sér endursýninguna og sér hvað VAR gerir en telur samt að þetta sé víti sé trúður,“ sagði harðorður Carragher.

Einnig var fjallað um leikinn á BT Sports og þar voru fleiri goðsagnir. Carragher var bent á af þáttastjórnandanum Kate Abdo að fyrrum liðsfélagi hans, Steven Gerrard, hafi talið að vítaspyrnudómurinn ætti að standa.

„Hann var sóknarsinnaður leikmaður. Ég skil hvaðan hann er að koma,“ svaraði Carragher þá.

„Ég skil að sóknarsinnaðir leikmenn tellji þetta víti. Kannski fann hann fyrir smá snertingu,“ bætti Carragher við, áður en hann hjólaði í Rio Ferdinand, goðsögn Manchester United, sem var með Gerrard á BT Sports.

„Við varnarmenn verðum að standa saman. Mér fannst fólk fara fram úr sér.“

Richards bað Carragher um að nefna einhver nöfn í eldræðu sinni.

„Rio Ferdinand. Ég skal glaður kalla hann trúð.“ 

Aðrir í setti voru slegnir eftir ummæli Carragher, þá sérstaklega Henry, eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi.

Eins og frægt er tókust Carragher og Ferdinand á á Twitter í haust eftir að Cristiano Ronaldo neitaði að taka í hönd þess fyrrnefnda fyrir leik sem hann var að fjalla um á Sky Sports.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar