fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Guardiola ætlar að mæta á Nývang og kveðja Messi almennilega

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 18:30

Lionel Messi ásamt David Beckham og Marco Verratti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola vill sjá Lionel Messi snúa aftur til Barcelona og kveðja félagið almennilega.

Messi hefur mikið verið í umræðunni undanfarna daga eins og allir hafa tekið eftir. Það er orðið ljóst að kappinn yfirgefur Paris Saint-Germain í sumar.

Mest hefur verið talað um Al Hilal í Sádi-Arabíu í tengslum við næsta áfangastað Messi. Faðir leikmannsins steig hins vegar fram í gær og sagði ekkert til í orðrómum um að hann hafi þegar samið þar.

„Ég er stuðningsmaður Barcelona. Ég á ársmiða á vellinum og ég vona að einn daginn getum við kvatt hann á þann hátt sem hann á skilinn. Hann er besti leikmaður allra tíma,“ segir Guardiola.

Messi yfirgaf Börsunga sumarið 2021 vegna gríðarlegra fjárhagsvandræða félagsins.

„Ég hefði aldrei trúað að þetta myndi enda eins og það gerði. Ég er viss um að Joan Laporta forseti elski Leo. Síðan Messi fór hefur hann (Laporta) sagt að hann eigi skilið að fá almennilega kveðjustund vegna alls sem hann gerði fyrir félagið.“

Guardiola, sem er í dag stjóri Manchester City, stýrði Messi áður hjá Barcelona og náðu þeir stórbrotnum árangri saman.

„Leo hjálpaði félaginu okkar að verða mun stærra en það var áður en hann kom. Þegar einhver er svona stór persóna verður þú að kveðja á réttan máta. 

Hann fór vegna mjög erfiðrar fjárhagsstöðu, vegna alls konar ástæðna sem ég ætla ekki að ræða hér.

Ég vona að það komi að þeim degi sem ég stend upp úr sæti mínu á Camp Nou og klappa fyrir Leo, kveð Leo eins og hann á skilið. Ég veit að Joan mun reyna og Leo líka. Hann og hans fjölskylda munu fá að upplifa alla ástina sem stuðningsmenn Barcelona bera til þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefja loksins viðræður við Rashford

Hefja loksins viðræður við Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl