fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Ágúst Gylfason gengur brattur frá borði í Garðabæ – „Það fólk á skilið að sjá meira af mér“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. maí 2023 15:00

Ágúst Gylfason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er auðvitað mjög svekkjandi í ljósi þess að ég var klár í þá áskorun að snúa þessu við,“ segir Ágúst Gylfason sem var í dag sagt upp störfum sem þjálfari Stjörnunnar. Ágúst stýrði liðinu í eitt og hálft ár.

Stjarnan átti gott tímabil í fyrra þar sem liðið endaði í fimmta sæti deildarinnar en byrjunin í ár hefur verið erfið, einn sigur í fyrstu sex leikjum Bestu deildarinnar.

„Það var tækifæri núna að snúa þessu við, það eru leikmenn að koma til baka í Emil, Joey Gibbs og Tóta. Svo eru leikir á næstunni sem eru stórir leikir fyrir Stjörnunni og leikir til að ná góðum árangri í. Komast áfram í bikarnum og þar fram eftir. Við vorum í þeirri vegferð í fyrra að spila á ungum leikmönnum, það er svekkjandi að fá ekki að vinna áfram í því sem við vorum að gera.“

Ágúst segist skilja í góðu við Stjörnuna, ef það þurfi einhver að axla ábyrgð á slæmu gengi í upphafi móts þá skilji hann það.

„Ég er gagnrýnin á sjálfan mig, árangurinn hefur ekki verið nógu góður í sumar. Stigasöfnunin er ekki góð, hvað útskýrir það? Það eru ýmsir þættir, það er tækifæri núna í að snúa þessi við. Leikir sem er hægt að vinna og leikmenn að koma til baka sem eru stórir karakterar. Það er leiðinlegt að klára það ekki.“

„Við erum ekki búnir að vera góðir í föstum leikatriðum, flest mörkin eftir innköst og hornspyrnur. Við erum búnir að æfa það helling, það hefur ekki skilað sér en við sjáum vandamálið. Leikmenn þurfa að taka ábyrgð, við erum linir í teignum okkar og andstæðinganna. Við höfum spilað fínt út á velli en það hefur vantað upp á í varnarleiknum.“

Haraldur Björnsson, fyrirliði liðsins á síðustu leiktíð hefur ekkert verið með í ár. „Hann var okkar fyrirliði, frábær liðsfélagi sem var vont að missa. Það eru miklar breytingar, ég vil samt hrósa Árna Snæ fyrir hvernig hann hefur komið inn. Ég man ekki eftir honum svona góðum hjá ÍA, hann hefur verið frábær fyrir liðið. Stigasöfnun liðsins er ekki honum að kenna, ábyrgðin er hjá öllum leikmönnum og þjálfurum. Ef það þarf að taka einn úr myndinni svo eitthvað breytist þá tek ég á þá ábyrgð og ekkert öðruvísi. Svona er starf þjálfarans. Ég er auðvitað svekktur að halda ekki áfram.“

„Við ætluðum að taka næsta skref, við lentum í fimmta sæti í fyrra. Það var ýmislegt að trufla okkur þá, Emil og Adolf duttu út og þá byrjaði niðursveifla. Undirbúningstímabilið var svo sannað, Heiðar og Bjössi voru meiddir. Það er búið að herja á ýmislegt, maður vonar að það verði jákvætt fyrir félagið. Stjarnan er hópur sem er búið að móta, þjálfarateymið í kringum eru menn sem ég réð inn. Ég vona að þeir nái að snúa þessu tafli, ábyrgðin fer á aðra menn. Menn þurfa að taka hana.“

Jökull Elísabetarson sem Ágúst réð sem aðstoðarmann verður nýr þjálfari liðsins. Það vakti athygli í vetur að Stjarnan framlengdi samning Jökuls en gerði það ekki við Ágúst. Hann upplifði það þó ekki sem vantraust.

„Nei, ég upplifði það aldrei. Jökull er góður þjálfari í alla staði, kannski óreyndur. Þetta er hans fyrsta alvöru gigg sem þjálfari, ég vona að félagið snúi þessu við með hann í brúnni. Styrktarþjálfarinn Þór, það er eftirsjá að vinna ekki með þessum mönnum. Ég vildi taka ábyrgðina að snúa þessu við, ég hef gert það með önnur lið. Það eru góðir þjálfarar sem snúa þessu við, það er ekkert mál að vera þjálfari í meðbyr.“

Ágúst segir að næstu mánuðir verði nýttir í það að vera meira með fjölskyldunni. „Fyrstu tilfinningar mínar er að gefa þennan tíma sem er laus í mitt fólk, fólkið í kringum mig. Golf saman, eða í bíó eða fara erlendis. Það fólk á skilið að sjá meira af mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“

Neuer lætur Donnarumma heyra það – ,,Svo kærulaust“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Hefja loksins viðræður við Rashford

Hefja loksins viðræður við Rashford
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum

Miður sín yfir því sem gerðist í gær og fór grátandi af velli – Baðst afsökunar á samskiptamiðlum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum

Tók tíma fyrir Hildi að jafna sig á atvikinu – Fékk góðan stuðning frá félögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“

Sveindís mætir góðri vinkonu sinni í kvöld – „Gott fyrir okkur ef hún spilar ekki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld

Telja að Ísland fái högg í magann og að draumurinn verði úti annað kvöld
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl

Snýr aftur til PSG eftir misheppnaða lánsdvöl