fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Besta deildin: Sjálfsmark tryggði Blikum nauman sigur gegn Fylki

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 8. maí 2023 22:07

Mynd/Helgi VIðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfsmark frá Fylki tryggði Breiðablik nauman sigur þegar Íslandsmeistararnir fóru í heimsókn í Árbæ í kvöld. Um var að ræða síðasta leikinn í sjöttu umferð Bestu deildarinnar.

Blikar komust yfir eftir 26 mínútna leik þegar Klæmint Olsen skoraði fyrir Blika. Var þetta fyrsti leikur hans í byrjunarliði.

Jason Daði Svanþórsson átti þá góða fyrirgjöf og Klæmint lúrði á fjærstöng og skoraði. Ólafur Karl Finsen jafnaði svo skömmu síðar fyrir heimamenn en fór síðan meiddur af velli.

Leikurinn í síðari hálfleik var jafn og tókst Blikum ekki að skapa sér mikið af færum. Það var svo eftir hornspyrnu á 85 mínútu sem Nikulás Val Gunnarsson skallaði knöttinn í eigið net.

Damir Muminovic fagnaði mikið og taldi sig eiga markið en í endursýningum sást að Nikulás skallaði boltann í netið. Blikar með tólf stig eftir sex leiki og eru sex stigum á eftir toppliði Víkings. Fylkir er í fallsæti ásamt Stjörnunni en bæði lið eru með þrjú stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið

Hjörvar hafði ekki gaman af því að láta hlæja að sér á meðan hann horfði á sjónvarpið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum

Brighton fjárfestir í byltingarkenndri tækni – Leikmenn með hátalara á bakinu á æfingum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arna og Anika framlengja í Víkinni

Arna og Anika framlengja í Víkinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli

Er ný stjarna United með bumbu? – Mynd frá helginni vekur athygli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“

Gæti hetjan á Ísafirði horfið á braut í haust? – „Stokkurinn er hár núna“
433Sport
Í gær

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands