fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Heidi Klum lokar fyrir athugasemdir – Undirfatamyndataka mæðgnanna harðlega gagnrýnd

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 8. maí 2023 12:29

Heidi og Leni Klum. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurfyrirsætan Heidi Klum, 49 ára, lokar fyrir athugasemdir á Instagram við færslu með myndum af henni og dóttur hennar, Leni Klum.

Leni Klum, sem varð nítján ára fyrir nokkrum dögum, fetar í fótspor móður sinnar og hefur getið sér gott orð sem fyrirsæta um árabil.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Intimissimi (@intimissimiofficial)

Í fyrra sátu mæðgurnar fyrir í fyrstu undirfataherferðinni sinni saman fyrir ítalska merkið Intimissimi.

Herferðin var harðlega gagnrýnd og þótti mörgum myndirnar „furðulegar og óviðeigandi.“

Myndir frá herferðinni í fyrra.

Leni svaraði fyrir sig á sínum tíma og sagðist vera ánægð með herferðina.

„Ég […] átti frábæran dag með mömmu minni,“ sagði hún og bætti við að þær hafi skemmt sér konunglega.

Meðal þeirra sem gagnrýndu þær var útvarpsmaðurinn Howard Stern.

„Þetta er svo fokking út úr kortinu. Þetta er svo óviðeigandi, en þú getur ekki hætt að horfa á þetta,“ sagði hann.

„Þetta er eins og persónuleg fantasía karlmanna. Þær eru að kyssast og halda utan um hvor aðra. Og þær eru að fíflast.“

Ný herferð

Mæðgurnar virtust ekki hafa látið gagnrýnina á sig fá en þær sátu fyrir í nýrri herferð sem fór í loftið í síðustu viku.

Viðbrögðin leyndu sér ekki og lokaði Heidi, 49 ára, fljótlega fyrir athugasemdir.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum)

Blóðfaðir Leni er ítalski athafnamaðurinn Flavio Briatore en söngvarinn Seal ættleiddi hana árið 2009, en hann var giftur fyrirsætunni frá 2005 til 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði

Ömurlegt atvik í ræktinni – Heyrði hvað parið á bak við hana sagði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“

Erna Kristín bætti nýrri rós í hnappagatið – „Í dag er ég þreytt, en líka stolt“