fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Rifu milljarðamæringinn í sig – „Hann á bara að dæla inn peningum og halda kjafti“

433
Sunnudaginn 7. maí 2023 16:30

Todd Boehly, eigandi Chelsea. (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan hefur hafið göngu sína á nýjan leik en þátturinn verður aðgengilegur á DV.is og í Sjónvarpi Símans. Nýr þáttur verður aðgengilegur alla föstudaga.

Helgi Fannar Sigurðsson, íþróttablaðamaður og sparkspekingurinn Hrafnkell Freyr Ágústsson munu stýra Íþróttavikunni saman. Hjörvar Hafliðason var gestur í fyrsta þætti þeirra félaga.

Chelsea hefur verið í svakalegum vandræðum á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er fyrir neðan miðja deild þrátt fyrir að nýr eigandi, Bandaríkjamaðurinn Todd Boehly, hafi eytt yfir 600 milljónum punda í leikmenn á einu ári.

„Ég veit ekki hvað er málið. Þetta er allt á mjög skrýtnum stað,“ segir Hrafnkell.

Hjörvar segir að Chelsea ætti ef til vill að nýta síðustu leikina í að prófa nýja hluti.

„Chelsea er með aðeins of mörg stig til að vera í fallbaráttu. Kannski eiga þeir að hugsa þetta þannig að þeir séu með frítt spil. Á ég að spila 37 ára gömlum hafsent? Eða á ég að spila yngri leikmönnum, blóðga þá og sjá hverjir hafa eitthvað erindi í þetta? Þarf ég að vera með 33 ára gamlan Aubameyang uppi á topp? Það eru margar svona spurningar sem ég myndi spyrja mig ef ég væri Frank Lampard.

Þetta er ótrúlegt fíaskó. Við gerum oft grín að Bandaríkjamönnum sem tala um fótbolta. Að hlusta á Kana tala um fótbolta, manni finnst það ekki meika sense. Todd Boehly er allar stereótýpurnar. Hann talar of mikið, veit ekkert hvað hann er að tala um. Fíflagangur er í boði í Bandaríkjunum en ekki þarna.“

Hrafnkell tekur til máls á ný.

„Chelsea þarf að koma þessum manni í burtu frá því að taka einhverjar ákvarðanir. Fá inn menn sem vita hvað þeir eru að gera og hafa verið í þessu liði. Hann á bara að dæla inn peningum og halda kjafti.“

Líklegt er að Mauricio Pochettino sé að taka við Chelsea en Hjörvar sér lausn félagsins frekar í Portúgal.

„Ég myndi taka Amorim hjá Sporting. Bara einhvern sem mætir fullur af allri heimsins orku. Þú ert að taka séns á leikmönnum, taktu séns þarna líka.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze

Vilja enska landsliðsmanninn til að fylla skarð Eze
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United

Ronaldo og félagar vonast til að skáka United
433Sport
Í gær

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Í gær

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur
Hide picture