fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Klopp með athyglisverð skilaboð til stuðningsmanna Liverpool – Segir þeim að hætta að syngja um sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. maí 2023 09:30

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp vill ekki að stuðningsmenn Liverpool syngi nafn sitt á meðan leik stendur.

Þetta sagði þýski stjórinn eftir magnaðan sigur Liverpool á Tottenham um helgina.

Liverpool komst í 3-0 en missti forskotið niður í 3-3 í lokin, áður en liðið gerði sigurmarkið í blálokin.

„Ekki syngja lagið um mig. Ef þið viljið syngja það, gerið það á barnum eftir leik eða eitthvað,“ segir Klopp.

„Það er nánast eins og leikurinn sé að klárast. Við erum 3-0 yfir eftir 15 mínútur og þau fara að syngja „Ég er svo glaður að Jurgen sé rauður.“ Ég hugsaði: Þetta er ekki búið.

Það væri mjög gott ef þau gætu geymt þetta þar til síðar.“

Liverpool er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 7 stigum á eftir Manchester United sem á leik til góða. Það er því hæpið að lærisveinar Klopp nái Meistaradeildarsæti, sem verða að teljast mikil vonbrigði.

Annað kvöld tekur Liverpool á móti Fulham. Myndi sigur styrkja stöðu liðsins í baráttunni um Evrópudeildarsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona