fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Var ákærður fyrir kynferðisofbeldi og býst við að fá ekki að spila aftur – ,,Hann hefur enga trú“

Victor Pálsson
Laugardaginn 29. apríl 2023 10:22

Greenwood og eiginkona hans Harriet Robson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood er búinn að sætta sig við það að hann muni aldrei spila fyrir Manchester United aftur.

The Sun fullyrðir þessar fregnir og hefur það eftir áreiðanlegum heimildarmanni að Greenwood muni færa sig um set.

Greenwood hefur ekki spilað fyrir Man Utd í 15 mánuði en hann var lengi undir rannsókn lögreglunnar og sakaður um nauðgun og kynferðisofbeldi.

Allar kærur voru felldar niður í febrúar á þessu ári en Greenwood mun ekkert spila á þessu tímabili.

,,Mason trúir því að ferill hans hjá Manchester United sé búinn. Hann hefur setið heima hjá sér mjög pirraður,“ er haft eftir heimildarmanni Sun.

,,Hann vill komast aftur á völlinn en áttar sig á því að staðan sé flókin. Hann er ákveðinn í að snúa aftur en hefur enga trú á að hann klæðist treyju United aftur.“

Kvennalið Man Utd sem og sumir leikmenn karlaliðsins eru sterklega á móti því að leikmaðurinn spili aftur fyrir félagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Logi fær íslenska dómara

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora

Afar þægilegt hjá Börsungum – Kairat manni fleiri nær allan leikinn en tókst ekki að skora
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum

Hugsanlegt að breski öfgahægrimaðurinn hafi skemmt fyrir ísraelskum stuðningsmönnum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann

Kostulegt atvik frá Anfield – Var byrjaður að fagna marki þegar Salah fékk boltann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik

Blóðheiti Grikkinn stóð í göngunum og rak Ange beint eftir leik