fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Segja að þetta verði arftaki Osimhen ef hann fer í sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 19:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Napoli er búið að ákveða hver á að verða arftaki Victor Osimen, fari hann frá félaginu í sumar.

Nígerski framherjinn hefur átt ótrúlegt tímabil með Napoli, sem er við það að vinna ítalska meistaratitilinn í fyrsta sinn síðan 1990. Hann hefur skorað 21 mörk og er markahæstur í Serie A.

Hefur árangur Osimhen vakið athygli stærstu félaga Evrópu og er ekki ólíklegt að hann fari í sumar. Manchester United, Chelsea, Bayern Munchen og Paris Saint-Germain fylgjast öll með gangi mála hjá leikmanninum.

Tammy Abraham / Getty Images

The Sun segir að Napoli ætli sér að krækja í Tammy Abraham ef Osimhen fer annað í sumar.

Abraham er á mála hjá Roma, þar sem hann raðaði inn mörkum á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð hefur enski framherjinn gert sjö mörk undir stjórn Jose Mourinho í ítölsku höfuðborginni.

Napoli gæti þó fengið samkeppni um Abraham því Aston Villa hefur einnig áhuga.

Kappinn tengist enska félaginu því hann var þar á láni frá Chelsea tímabilið 2018-2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?