fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Útskýrir hvernig andrúmsloftið í klefanum var eftir vonbrigðin í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 27. apríl 2023 11:09

Martin Odegaard Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard sagði að leikmenn Arsenal hafi verið ansi vonsviknir eftir tapið gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ríkjandi Englandsmeistarar City unnu þægilegan 4-1 sigur. Nú eru þeir aðeins 2 stigum frá Arsenal, sem er á toppi deildarinnar, en eiga tvo leiki til góða.

„Ég held að allir séu leiðir núna. Við vildum koma hingað og ná í eitthvað. Við þurfum að standa saman og halda áfram,“ sagði Ödegaard eftir leik í gær.

Hann hefur ekki gefið upp trúna á að Arsenal geti enn orðið meistari þrátt fyrir tapið í gær.

„Það er allt hægt í fótbolta. Við verðum að gera okkar og svo sjáum við hvað gerist.

Þetta eru mikil vonbrigði. Ég get ekki svarað fyrir það af hverju þetta var svona.“

Næsti leikur Arsenal er gegn Cheslea á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann