fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Chelsea áfram í ruglinu en Liverpool gefst ekki upp í Meistaradeildarbaráttunni – Svakalega mikilvægur sigur Forest

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. apríl 2023 20:43

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þremur leikjum er lokið það sem af er kvöldi í ensku úrvalsdeildinni.

West Ham tók á móti Liverpool. Eftir mjög svo fjörugan fyrri hálfleik var staðan 1-1. Lucas Paqueta kom heimamönnum yfir á 12. mínútu með frábæru marki.

Cody Gakpo jafnaði hins vegar fyrir Liverpool nokkrum mínútum síðar eftir undirbúning Trent Alexander-Arnold.

Þrátt fyrir færi á báða bóga var jafnt fram að hálfleik.

Liverpool fór vel af stað í seinni hálfleik og um hann miðjan kom Joel Matip þeim yfir eftir hornspyrnu Andy Robertson.

West Ham vaknaði aðeins eftir þetta en tókst ekki að jafna. Lokatölur 1-2.

Liverpool er í sjötta sæti með 53 stig, sex stigum frá fjórða sæti. West Ham er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

West Ham 1-2 Liverpool
1-0 Paqueta 12′
1-1 Gakpo 18′
1-2 Matip 67′

Getty

Chelsea tók á móti Brentford og héldu vandræði heimamanna áfram.

Brentford leiddi 0-1 eftir fremur bragðdaufan fyrri hálfleik með sjálfsmarki Cesar Azpilicueta.

Bryan Mbeumo tvöfaldaði forskot gestanna á 78. mínútu með flottu marki. Lokatölur 0-2.

Brentford er í níunda sæti með 47 stig. Chelsea er í því ellefta með 39.

Chelsea 0-2 Brentford
0-1 Azpilicueta (Sjálfsmark) 37′
0-2 Mbeumo 78′

Getty

Þá vann Nottingham Forest fremur óvæntan sigur á Brighton.

Brennan Johnson klikkaði á víti fyrir heimamenn á 12. mínútu. Á 38. mínúut kom Facundo Buonanotte Brighton yfir. Skömmu fyrir hálfleik jafnaði Forest hins vegar þegar Pascal Gross gerði sjálfsmark.

Á 69. mínútu kom Danilo heimamönnum svo yfir. Morgan Gibbs-White innsiglaði svo 3-1 sigur nýliðanna af vítapunktinum í uppbótartíma.

Eftir þennna mikilvæga sigur er Forest í sautjánda sæti, stigi fyrir ofan fallsæti. Brighton er í áttunda sæti og var tapið högg í Evrópubaráttu þeirra.

Nottingham Forest 3-1 Brighton 
0-1 Buonanotte 38′
1-1 Gross (Sjálfsmark) 45+3′
2-1 Danilo 69′
3-1 Gibbs White (Víti) 90+1′

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift